Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 69. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 81  —  69. mál.




Frumvarp til laga



um brottfall laga nr. 35/1991, um listamannalaun.

Frá menntamálanefnd.



1. gr.

    Lög nr. 35/1991, um listamannalaun, falla brott.

2. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „nr. 35/1991“ í 3. mgr. 14. gr. leiklistarlaga, nr. 138/1998, kemur: nr. 57/2009.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í 15. gr. laga nr. 57/2009, um listamannalaun, er kveðið á um að lögin öðlist gildi við birtingu þeirra og að fyrirmæli þeirra um úthlutun úr launasjóðum listamanna komi til framkvæmda á árinu 2010. Af lagatæknilegum ástæðum er því lagt til að ákvæði eldri laga um listamannalaun falli brott. Jafnframt er lagt til að tilvísun til þeirra laga í leiklistarlögum verði breytt.